Við Dettifoss
Við Dettifoss

Nemendur í útivistaráfanganum fóru í dag ásamt kennurum í Jökulsárgljúfur. Lagt var af stað snemma morguns og komið heim um níu-leytið um kvöldið.

Byrjað var á því að skoða Dettifoss og Selfoss, svo genginn hluti af leiðinni um gljúfrin, frá Hólmatungum í Vesturdal og loks gengið um Ásbyrgi. Þar var borðuð kjúklingasúpa sem Inga kennari hafði eldað áður. Svo var endað í Sjóböðunum á Húsavík. Af myndunum að dæma voru þarna á ferð glaðir og duglegir göngugarpar þrátt fyrir vætu og kulda. Íþróttakennararnir Hólmfríður, Dúnna og Inga leiddu hópinn. Fleiri myndir frá þeim má sjá á Facebook síðu skólans, hér.