Það er ekki nýlunda að nemendum frá MA vegni vel í háskólanámi en fréttnæmt þegar þeim hlotnast ómetanleg tækifæri eins og að vera boðið til sumarnáms í Stanford, Stanford Summer International Honors Program (SSIHP). Tveir stúdentar úr MA eru í hópi fimm nemenda Háskóla Íslands sem hefur verið boðið til sumarnáms við Stanford. Annars vegar er það Auðunn Skúta Snæbjarnarson stærðfræðinemi og hins vegar Atli Bjarnason viðskiptafræðinemi. Auðunn Skúta hlýtur auk þes styrk Stanfordháskólans til að standa straum af námsdvölinni.

Nánar er sagt frá þessum verðlaunum á vef Háskóla íslands, en Menntaskólinn á Akureyri óskar þessum ágætu stúdentum sínum til hamingju.