- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Alls er starfsfólk MA um 70 talsins. Vala Fannell er önnur í röðinni sem er kynnt.
Vala Fannell er verkefnastjóri nýju sviðlistabrautarinnar við MA. Vala hóf að kenna leiklist við háskóla í London 2013 og hefur unnið við það ásamt leikstjórn síðan þá. Hún hefur unnið mikið með unglingum og ungu fólki bæði í uppsetningum á sýningum, námsskeiðum og menntun. Hún er Norðlendingur í húð og hár og alin upp á Laugum í Reykjadal. Utan leiklistar hefur hún mikinn áhuga á tónlist, kaffi, taugalíffræði, púsluspilum og merkingu orða og hugtaka.
Vala er gríðarlega spennt fyrir þessari nýju braut. ,,Þetta er stórkostlegt tækifæri til að þjálfa upp víðtækan hóp af framtíðarlistamönnum, áhorfendum og menningarmógúlum framtíðarinnar.“
Vala kennir líka við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, er í mastersnámi í leiklistarkennslu við LHÍ og mun leikstýra uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt Búálf í vetur sem verður frumsýnd í febrúar 2021. Nóg að gera sem sagt.
Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Uppáhaldsorðið mitt er held ég, ef ég þarf að velja, hughrif! Vegna þess að það hjálpar manni að lýsa og skilja mikið af þeirri óáþreifanlegu fegurð sem lífið býður uppá!