Valgerður S. Bjarnadóttir
Valgerður S. Bjarnadóttir

Valgerður S. Bjarnadóttir hlaut í síðustu viku, ein íslenskra kennara, Comeniusarstyrk til þátttöku í e-twinning símenntunarvinnustofu, sem fer fram í Stokkhólmi dagana 10.-13. október næstkomandi.

Þátttakendur í verkefninu verða 100 talsins, frá ýmsum Evrópulöndum, með ólíkan bakgrunn. Þema vinnustofunnar er „að vera evrópskur borgari“ (European Citizenship). Áhersla verður lögð á samþætt verkefni meðal 16-19 ára nemenda.

Spennandi verður að sjá hvað kemur út úr þessu Evrópuverkefni og hvort við kynnumst nýjungum í námi og kennslu í nútímatæknisamfélagi. Valgerður er nýkomin aftur til starfa eftir tveggja ára famhaldsnám við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð.