- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Valgerður S. Bjarnadóttir kennari hefur verið valin til að taka þátt í rannsóknarverkefni um framhaldsskóla á Íslandi, Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á starfshætti í framhaldsskólum og þau öfl sem móta þá – með áherslu á skipulag skóla og skólastarfs, viðhorf nemenda, kennara og stjórnenda til skólastarfsins, námsumhverfi, nám og kennslu og skuldbindingu nemenda. Um er að ræða rannsóknarstarf á doktorsstigi til þriggja ára. Það er hluti af norrænum styrk frá NordForsk fyrir „Nordic Centre of Excellence: Justice through education in the Nordic Countries“ (JustEd). Að rannsókninni vinna alls sjö stór rannsóknateymi á Norðurlöndum.
Á síðasta ári lauk Valgerður meistaraprófi í menntunarfræðum frá Stokkhólmsháskóla. Ritgerð hennar nefnist: Educational Policy in the European Context, the Case of Iceland. Þar var sjónum beint að Evrópusambandinu sem alþjóðlegum stefnumótunaraðila í menntamálum og hvort og hvernig þær áherslur, sem ESB hefur kynnt í menntamálum, endurspeglast í íslenskri menntastefnu. Helsta markmiðið var að bera saman íslenska menntastefnu og þróun hennar síðastliðin 20 ár, við áherslur og forgangsatriði Evrópusambandsins í sama málaflokki yfir sama tímabil. Eigindleg innihaldsgreining var gerð á opinberum stefnumótunarskjölum síðastliðinna tveggja áratuga frá báðum aðilum. Stuðst var við kenningar um alheimsmenningu í menntamálum (World Culture in Education) og Evrópusambandsvæðingu (EU-ification).