Við Menntaskólann á Akureyri er laust til umsóknar starf í uppeldisfræði og sálfræði.

Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í uppeldisfræði eða sálfræði og kennsluréttindi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst  2011.

Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi Kennarasambands Íslands og fjármálaráðherra og stofnanasamningi skólans.

MA er framsækinn menntaskóli með langa sögu og býr nemendur undir nám í háskóla og líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi í sífelldri þróun.  Skólinn  starfar undir kjörorðunum  virðing – víðsýni – árangur. Í MA er öflugt þróunarstarf og  góður starfsandi.

Leitað er að kennurum sem hafa áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum og eiga gott með að vinna með nemendum og öðrum kennurum og geta samsamað sig skólasýn MA.

Skriflegar umsóknir, ásamt prófskírteinum og upplýsingum um nám og fyrri störf skulu berast Menntaskólanum á Akureyri í síðasta lagi 16. júlí 2011. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Ef þú vilt  takast á við krefjandi kennarastarf í metnaðarfullum skóla er tækifærið hér.  Frekari upplýsingar veita Jón Már Héðinsson skólameistari og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari í síma skólans 4 55 15 55 eða í tölvupósti, netfang ma@ma.is .


Menntaskólanum á Akureyri,
Jón Már Héðinsson
SKÓLAMEISTARI MA