Aðstoð frá Ritveri getur komið sér vel við textagerð
Aðstoð frá Ritveri getur komið sér vel við textagerð

Ritver MA er góður valkostur fyrir nemendur skólans sem þurfa á aðstoð að halda við ritun. Ritverið býður upp á stuðning við hvers konar fræðileg skrif og frjálsa ritun. Boðið er upp á persónulega ráðgjöf þegar kemur að hugmyndavinnu, skipulagi, frágangi og heimildavinnu.

Nemendur geta bókað tíma í Ritverinu á Facebook-síðu Ritversins. Þeir geta einnig komið við á bókasafninu þar sem Ritverið er til húsa án þess að eiga bókaðan tíma. Nemendur geta komið nokkur saman og hópar geta fengið aðstoð við hópverkefni.

Ritversteymið skipa þær Guðný Björg, Jónína Margrét og Linda Sólveig.