Við drykkjavélarnar
Við drykkjavélarnar

Nemendur komu því á í fyrravetur að sett yrði upp kaffivél í Kvosinni og núna í vetur var það fyrir áhrif nemenda að tekin var í notkun vél sem skammtar fólki kalt vatn. En glösin eru vandamál. Pappamálin sem eru höfð undir heitu drykkina úr kaffivélinni verða að gríðarlega miklu sorpi, einnota glös, sem fylla allar ruslafötur. Plastglösin undir vatnið eru mjúk og því skvettist auðveldlega úr þeim þegar fólk rekur sig í næsta mann eða vegg. Plasteyðslan er líka óskaplega mikil og glösin mynda kúf á ruslaföturnar.

Umhverfisnefnd skólans og stjórn skólafélagsins Hugins vinna nú að því að útvega glös eða könnur, fjölnota ílát sem hver og einn getur eignast og haft með sér. Stefnt er að því að einnota umbúðir undir drykki verði ekki notaðar frá og með næsta skólaári og vonast er til að draga megi úr notkun þeirra áður en þessu skólaári er lokið.

.