Skólameistari hefur sent frá sér meðfylgjandi tilkynningu vegna mögulegra verkfalla SFR:

Ágæta starfsfólk og nemendur.

Eins og kunnugt er hefur SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, boðað til tveggja daga skyndiverkfalla tilgreinda daga í október ef ekki nást samningar – og síðan til ótímabundinnar vinnustöðvunar frá og með miðnætti 16. nóvember nk.

Verkföll starfsfólks SFR, ef til koma, munu hafa veruleg áhrif á starfsemi Menntaskólans á Akureyri, einkum kennsluna, þar sem húsverðir, skólafulltrúi og skrifstofustjóri eru félagar í SFR. Hefðbundin kennsla getur því ekki farið fram, þar sem skólahúsin verða læst. Verkfall, ef til kemur, snertir ekki kennslu sem fram fer utan skólans, eins og í Höllinni og Átaki.

Ekki er verkfall um helgina og því verða hús skólans opin á laugardag líkt og venjulega, frá kl. 13-17.

Kennarar hafa lykla að húsnæði skólans og geta því eftir sem áður unnið þar og fundað.

Þau verkföll, ef til koma, sem varða MA, verða þessa daga (yfirlit af heimasíðu SFR):

"Framkvæmd fyrirhugaðs verkfalls:
Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna SFR sem starfa hjá ríkinu.
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15. október til miðnættis föstudaginn 16. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 19. október til miðnættis þriðjudaginn 20. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29. október til miðnættis föstudaginn 30. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 3. nóvember 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember til miðnættis föstudaginn 13. nóvember 2015 (2 sólarhringar)."

Til viðbótar getur svo komið til ótímabundinnar vinnustöðvunar frá og með miðnætti 16. nóvember, sem fyrr greinir.

Á heimasíðu SFR eru nánari upplýsingar um boðuð verkföll, sjá http://www.sfr.is/kaup-og-kjor/samningar-2015/verkfall-2015/

Bestu kveðjur,  Jón Már Héðinsson

Skólameistari MA

 

Nauðsynlegt er að nemendur, forráðamenn þeirra, kennarar og starfsmenn skólans fylgist vel með fréttum og tilkynningum í útvarpi og öðrum fjölmiðlum.