- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í haust hefur verið unnið að því að koma upp vegvísum, skiltum og merkingum í skólanum, úti og inni, og verður áfram unnið að því á skólaárinu.
Nú eru komin upp ný skilti sem vísa á skólann, annars vegar á horni Hrafnagilsstrætis og Eyrarlandsvegar og hins vegar við Þórunnarstræti, þar sem skilti vísar hvort tveggja á aðalinngang MA og Heimavist MA og VMA.
Þegar skóli var settur í september höfðu verið sett upp kort af húsum skólans, í anddyri og á göngunum að Gamla skóla og Möðruvöllum. Þar eru öll skólahúsin sýnd og stofur merktar svo og aðrir þjónustustaðir, skrifstofur og útgönguleiðir.
Haldið verður áfram í vetur með nánari merkingar og vegvísa innanhúss svo og merkingar utanhúss.
Dagný Reykjalín sem hannaði merki MA hefur verið skólanum til ráðuneytis og hannað þessi gögn.