Andri Snær og hluti námskeiðsgesta
Andri Snær og hluti námskeiðsgesta

Námskeið í skapandi skrifum með Andra Snæ Magnasyni rithöfundi var haldið á laugardaginn var og þótti vel til takast. Þátttaka í námskeiðinu var góð, einkum var fjölmennur hópur nemenda úr Menntaskólanum á Akureyri. Létu þeir vel af samverunni með Andra Snæ og hugmyndavinnu með honum.

Ungskáld er samvinnuverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmenna-Hússins upplýsinga- og menningarmiðstöðvar í Rósenborg, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri og stendur fyrir ýmiss konar starfi til að efla og hvetja til skapandi ritlistar ungs fólks á svæðinu. Árleg samkeppni sem Ungskáld stendur fyrir verður haldin í nóvember, og verður nánar tilkynnt fljótlega. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkir verkefnið. Fulltrúi MA í umsjónarhópi verkefnisins er Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.

Unglist ritlist