- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Rúmlega hundrað gestir komu á kynningu Menntaskólans á Akureyri á hraðlínu í Kvosinni í dag. Þar á meðal voru um 30 nemendur, sem voru að kynna sér þann kost að koma í MA rakleitt úr 9. bekk og ásamt þeim voru foreldrar og forráðamenn.
Hildur Hauksdóttir sem stýrir almennu brautunum í skólanum kynnti skólastarfið og skólalífið á hraðlínu og fulltrúar nemenda sem eru nú í 1. bekk a á hraðlínu sögðu frá því hvernig skólavistin og aðbúnaðurinn er að þeirra mati, svo og lífið og dvölin á Heimavist. Talsvert voru framsögumenn spurðir og kynningin var lífleg og góð. Mikið var auk þess spjallað eftir að formlegri kynningu lauk.
Það var ánægjulegt að sjá hve margir eru áhugasamir um þessa námsleið, sem hefur gengið afar vel í MA. Nú í vor verða brautskráðir fyrstu nemendurnir sem komu í skólann á hraðlínu og það smá með sanni segja að þeim nemendum, sem þann veg hafa komið í skólann, hefur vegnað afar vel.