Eins og áður hefur komið fram var Atli Sigþórsson, eða Kött Grá Pje, með námskeið í skapandi skrifum hér innan veggja skólans um síðustu helgi. Námskeiðið var haldið í tengslum við verkefnið Ungskáld, sem er samstarfsverkefni ýmissa menningar- og menntastofnana á Norðurlandi. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Í stuttu máli má segja að námskeiðið hafi gengið mjög vel, og voru þátttakendur ánægðir með framtakið. Næst á dagskrá í verkefninu er keppnin, en þeir sem vilja taka þátt þurfa einfaldlega að senda inn texta (sögu, ljóð, leikverk á íslensku) á netfangið ungskald@akureyri.is. Allir á Akureyri og í nágrenni sem eru á aldrinum 16-25 ára geta tekið þátt. Peningaverðlaun eru í boði og verða úrslit kynnt þann 28. nóvember.

Við hvetjum alla, sem finnst gaman að skrifa, til að taka þátt.

Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir tók myndirnar.