Velgengnisdagar, fyrirlestur Guðrúnar Aspar
Velgengnisdagar, fyrirlestur Guðrúnar Aspar

Í morgun hófust svonefndir velgengnisdagar í öllum fyrsta bekk. Að þessu sinni verða fyrstubekkingar í þriggja daga vinnubúðum og vinna margvísleg verkefni. Þessi verkefni eru samslungin af fyrirlestrum, úrvinnslu þeirra í hópum, ljósmyndakeppni, kynningu og könnun á gildum skólans og stöðu nemendanna í skólasamfélaginu og lífi þeirra í nútímasamfélagi.

Velgengnisdagar hófust á kynningu og síðan fyrirlestri Guðrúnar Aspar Sævarsdóttur, sem nefnirst: Að standa með sjálfum sér. Að loknum fyrirlestrinum er samfundur í hverjum bekk og síðan hópvinna um dæmigerðan ungling sem er að byrja í framhaldsskóla.

Velgengnisdagar verða í dag, á morgun og á miðvikudag og taka allan daginn, þannig að venjuleg stundaskrá er lögð til hliðar. Umsjónarkennarar hafa auga með starfi nemendanna en yfirumsjón er í höndum nefndar um velgengnisdaga.

Myndir eru frá fyrirlestri Guðrúnar Aspar í Kvosinni.

.