- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Velgengnisdagar eru í 1. og 2. bekk í dag, á morgun og á föstudag. Þá verður fjallað um margvísleg mál sem heyra meira og minna undir lífsleikni, það að lifa í okkar samfélagi.
Í fyrsta bekk verða smiðjur og fyrirlestrar og alls kyns verkefni sem meðal annars fela í sér að fjalla um fordóma, einelti, staðalímyndir og sjálfsmynd unglinga.
Í öðrum bekk er huganum einkum beint að fjármálum og vinnumarkaði, fjármálalæsi og siðfræði sem þessu tengist.
Myndin var tekin þegar fyrsti bekkur var að vinna að verkefnum um staðalímyndir.