Velgengnisdagar standa nú fyrir dyrum en þeir eru dagana 29., 30. og 31. október, strax að loknu haustfríi, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Undirbúningur hefur staðið yfir síðan í byrjun september og er því ekki laust við tilhlökkun hjá kennurum og nemendum. Dagskráin er viðamikil og mismunandi eftir bekkjum, en hér er gerð grein fyrir nokkrum helstu þáttunum.

Nemendur fá einingu fyrir velgengnisdaga. Komi til veikinda eða óski nemendur eftir leyfi þessa daga gefst þeim tækifæri á að þreyta ígildi sjúkraprófs eða endurtökuprófs í janúar. Fyrir endurtökupróf þarf að greiða 8.000 kr.

1. bekkur
Nemendur 1. bekkjar hafa fengið senda dagskrá þessara daga þar sem hefðbundið skólastarf víkur fyrir öðrum verkefnum.

Áherslurnar á haustönn eru á sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, staðalmyndir og skólabrag. Gestir sækja skólann heim og nemendur stunda nám innandyra sem utan. Vert er að minna á að stundatafla nemenda breytist þessa daga og stofutöflur líka.

2. bekkur
Á velgengnisdögum í 2. bekk  er viðfangsefnið fjármál einstaklinga og vinnumarkaður. Dögunum er skipt í fimm smiðjur sem allir bekkir sækja. Í smiðju 1 eru tekin fyrir fjármálatengd markmið og áætlanir. Önnur smiðjan snýr að vinnumarkaði og nemendur gera ferilskrá og atvinnuumsókn. Þriðja smiðja snýr að peningasiðfræði og fjórða fær nemendur til að kynna sér kostnað við að koma sér upp innbúi, kaupa bíl, versla fyrir fjölskyldu í Bónus og fleira. Í fimmtu smiðjunni mun starfmaður Einingar-Iðju koma og ræða við nemendur um launaseðil, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og lífeyrismál.

Nemendur hafa fengið póst með nánara skipulagi og er bent á að kynna sér breyttar stundatöflur í Innu og athuga aðgang að áfanganum í moodle.

3. bekkur
Á velgengnisdögum í 3. bekk eru viðfangsefnin sjálfbærni, einelti og jafnrétti. Nemendur fá gestafyrirlesara, fara í bíó og vinna verkefni í Lystigarðinum og í smiðjum innan veggja skólans. Sérstaklega mikilvægt er að vera í hlýjum fötum og góðum útiskóm á þriðjudag, en þá verður mest unnið utan dyra.

Á Moodle eru allar upplýsingar fyrir nemendur þar sem þeir þurfa að fylgjast með dagskrá, skila inn verkefnum, en einnig þurfa þeir að flytja verkefni í Kvosinni.

Velgengisdagar í 4. bekk verða á vorönn