- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Svonefndir velgengnisdagar verða í Menntaskólanum á Akureyri á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í komandi viku.
Nemendur 4. bekkjar seilast einna lengst í sókn sinni eftir velgengninni, en tveir hópar fara til útlanda. Annars vegar er það hópur eðlisfræðinema, sem fer til Lundúna og nágrannaborga til að kynna sér nám og vísindastarf þar um slóðir undir stjórn Brynjólfs Eyjólfssonar. Slíkar ferðir hafa verið farnar í mörg ár. Þá fer hópur frönskunema til Parísar með Erni Þór Emilssyni þar sem nemendur ætla að kynna sér skóla og stofnanir. Nemendur á náttúrufræðikjörsviði (4Y) fara til Hvanneyrar í Borgarfirði með Eyrúnu Gígju Káradóttur og Kristínu Sigfúsdóttur til að kynna sér nám í búvísindum og fleira sem þar fer fram. Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigurður Bjarklind og Sonja Sif Jóhannsdóttir verða eftir á Akureyri og nágrenni með nemendur á heilbrigðiskjörsviði (4TU).
Í 1. og 2. bekk verða nemendur á heimaslóð. Nemendur í 1. bekk fást við margvísleg viðfangsefni sem tengjast flest lífsstíl og heilsu. Harpa Sveinsdóttir og Hildur Hauksdóttur halda utan um skipulag þessara daga. Í 2. bekk er sjónum nemenda beint að námsvali, með megináherslu á val hér í skólanum, en Hafdís Inga Haradsdóttir og Logi Ásbjörnsson sjá um það.
Þriðjubekkingar taka ekki þátt í velgengnisdögum í þetta sinn.
Velgengisdögum í 1. og 2. bekk lýkur með útivist þar sem nemendur hafa val um að fara á skíði, á skauta, í sund eða í gönguferð.
Regluleg kennsla hefst aftur á fimmtudag og síðan eftir því sem þeir sem burtu fara koma heim.