Snjór, snjór, snjór
Snjór, snjór, snjór

Frá miðvikudegi til föstudags í komandi viku, 7. til 9. nóvember, verða velgengnisdagar í Menntaskólanum á Akureyri, samkvæmt nýrri námskrá í fyrsta, öðrum og þriðja bekk. Velgengnisdagar eru þriggja daga vinnutörn hemenda á hverri önn þar sem fengist er við mörg og mismunandi verkefni, sem áður voru einkum tekin fyrir í lífsleikni. Þetta er þriðja árið sem velgengnisdagar eru í skólanum, en þeir hófust með þeim nemendum sem nú eru í þriðja bekk þegar þeir byrjuðu í skólanum.

Í mjög grófum dráttum eru viðfangsefni daganna á þessa leið:

1. bekkur
Að byrja í framhaldsskóla
Samvinna, samkennd og bekkjarfundir
Lífstíll og forvarnir

2. bekkur
Ábyrgð og fjármálalæsi
Réttindi og skyldur
Náms- og starfskynningar

3. bekkur
Borgaraleg samkennd, jafnrétti, mannréttindi
Hnattvæðing, þróunar- og umhverfismál
Sjálfboðastörf

Meirihluti kennara vinnur með nemendum í margvíslegum verkefnum, en þarna verða einnig fyrirlestrar í stærri og smærri hópum, verkefni bæði innan og utan húss og skólinn allur á iði. Dagskráin verður svo brotin upp með Íþróttadegi, keppni milli bekkja í innanússíþróttum alls konar í Íþróttahöllinni eftir hádegi á fimmtudag.

Kennt verður samkvæmt stundaskrá í 4. bekk þessa daga, enda ná velgengnisdagar ekki til fjóða bekkjar fyrr en næsta vetur.