Ensk smásagnakeppni, kennarar og verðlaunahafar
Ensk smásagnakeppni, kennarar og verðlaunahafar

Í tilefni að Evrópska tungumáladeginum efndi Félag enskukennara á Íslandi til samkeppni meðal nemenda framhaldsskólanna um smásögur.

Alls bárust 14 smásögur á ensku í keppnina hér í MA. Enskukennarar fóru yfir þær og völdu þrjár þær bestu til áframhalds í landskeppninni. Ekki hefur enn verið skorið úr um bestu sögurnar í heild, en í morgun kölluðu enskukennarar höfunda þeirra þriggja sagna sem eru í landskeppninni á svið og veittu þeim viðurkenningu, gjafir frá skólanum og gjafabók frá Pennanum.

Höfundarnir eru Hildur Ósk Erlendsdóttir í 3B, Eyrún Lára Hansen í 4A og Sonja Rún Magnúsdóttir í 2B. Þær eru hér á myndinni ásamt enskukennurum skólans, sem eru frá vinstri: Maija Kaarina Kalliokoski, Hildur Hauksdóttir, Margrét Kristín Jónsdóttir, Ghasoub Abed og Hrefna Gunnhildur Torfadóttir.