Verðlaunahafar í smásagnakeppni á ensku
Verðlaunahafar í smásagnakeppni á ensku

Í dag veittu enskukennarar í MA þremur nemendum verðlaun fyrir prýðilegan árangur í samkeppni um smásögu á ensku.

Félag enskukennara á Íslandi, FEKI, efnir árlega til smásagnasamkeppni meðal nemenda á Íslandi. Einn flokkurinn er smásögur frá framhaldsskólanemendum. Þemað í ár var Doors. Smásagnahöfundum var það í sjálfsvald sett hvernig þeir túlkuðu þetta þema. Sex nemendur í MA sendu inn sögur að þessu sinni. Kennarar enskudeildar lásu allar sögurnar og völdu þrjár þær bestu sem sendar hafa verið áfram til FEKI í landskeppni. Sögunum sem bárust til enskudeildar var ekki raðað í sæti.

Þeir þrír nemendur sem áttu bestu sögurnar eru: Hildur Ósk Erlendsdóttir, sem einnig átti á síðasta ári sögu meðal þeirra þriggja bestu, Jórunn Rögnvaldsdóttir og Sonja Rún Magnúsdóttir. Penninn á Akureyri gaf hverjum þessara þriggja þátttakenda bók og skólinn gaf þeim MApoka. Enskudeild MA óskar þessum þremur stúlkum til hamingju og þakkar þeim MA nemendum sem þátt tóku í smásagnasamkeppninni.

 

Verðlaun f. smásögu á ensku

Verðlaunahafarnir með enskukennurum: Hrefna G. Torfadóttir, Sonja Rún Magnúsdóttir, Hildur Ósk Erlendsdóttir, Þórunn Rögnvaldsdóttir, Margrét K. Jónsdóttir, Ágústína Gunnarsdóttir og Hildur Hauksdóttir