- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntaskólinn á Akureyri var í dag einn þriggja skóla sem hlutu verðlaun fyrir eitt af 10 fyrirmyndarverkefnum á vegum Comenius-áætlunarinnar árin 2008-2010. Verðlaunin voru afhent við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verkefnið sem verðlaun hlaut kallaðist Meet the experience ? Connecting cultures og var í samvinnu MA og TÜV-ferðamálaskólans í Potsdam í Þýskalandi.
Sigrún Aðalgeirsdóttir, Jónas Helgason og Sverrir Páll Erlendsson vou fulltrúar kennara í verkefninu, ferð nemenda til Þýskalands, móttöku nemenda á Íslandi og miklu og fjölbreyttu starfi sem því fylgdi. Þau fóru suður í dag og settu upp sýningarbás í Ráðhúsinu með myndum, bæklingum og bókum, sem eru lokaafurðir verkefnisins. Gestir sýndu þessari sýningu mikinn áhuga.
Það vildi svo skemmtilega til að 5 af tuttugu manna hópi nemenda MA sem tóku þátt í verkefninu komu í dag í Ráðhúsið og á myndinni er Jónas kennari, Sigríður Árdal, Gunnar Kristjánsson, Eiríkur Ágúst Brynjarsson, Sverrir Páll kennari, Bjarki Þórðarson, Anna Guðrún Aradóttir og Sigrún kennari, með verðlaunin og viðurkenningarskjalið.