- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Félag enskukennara á Íslandi, FEKI, efnir árlega til smásagnasamkeppni. Þessi smásagnasamkeppni fer fram í tveimur flokkum, annars vegar í grunnskólum og hinsvegar í framhaldsskólum. Í ár var þemað North og máttu smásagnahöfundar leggja út af því og túlka að vild.
Enskudeild MA hefur í tengslum við þess keppni efnt til keppni hér í skólanum og sent svo bestu sögurnar suður til FEKI í keppnina þar. Kennarar enskudeildar lesa allar sögurnar yfir og í ár völdu þeir tvær sögur, As My Father Did, eftir Jórunni Rögnvaldsdóttur og A World in Need, eftir Sonju Rún Magnúsdóttur, bestu sögurnar.
Penninn Akureyri hefur um árabil sýnt skólanum þá velvild að gefa bókaverðlaun sem veitt eru vinningshöfum og gerir það einnig í ár og skólinn gefur þeim MA-taupoka og bókamerki. Þeim eru færðar þakkir svo og öllum þeim sem tóku þátt í keppninni – og verðlaunahöfum færðar hamingjuóskir.
Á myndinni eru Jórunn og Sonja Rún ásamt enskukennurunum Hrefnu G. Torfadóttur, Ian Peter Matchett, Vilhjálmi Bergmann Bragasyni, Ágústínu Gunnarsdóttur, Marvin Lee Dupree og Hildi Hauksdóttur