- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þrir nemendur í 2. bekk máladeildar fengu á dögunum þriðju verðlaun í stuttmyndakeppni á vegum Félags þýskukennara.
Á laugardaginn var voru veitt verðlaun i stuttmyndakeppni sem Félag þýskukennara stóð fyrir. Afhendingin fór fram í Iðnó í Reykjavík og þar voru verðlaunamyndirnar sýndar. Thomas Hermann Meister sendiherra Þjóðverja á Íslandi afhenti verðlaunin og við sama tækifæri var pallborðsumræða um efnið: Af hverju þýska?
Þriðju verðlaun í stuttmyndakeppninni hlaut myndin Vergessen, en höfundar hennar eru Arnaldur Starri Stefánsson, Kári Liljendal Hólmgeirsson og Ólafur Pétur Ólafsson. Myndin var tekin á mánudag, þegar Margrét Kristin Jónsdóttir þýskukennari afhenti strákunum verðlaunin.