Úr stuttmyndkeppni í þýsku
Úr stuttmyndkeppni í þýsku

Föstudaginn 23. mars var mikið um dýrðir í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar voru veitt verðlaun fyrir Þýskuþraut og einnig fyrir stuttmyndasamkeppni, sem fram fór meðal þýskunema. Einnig fóru fram pallborðsumræður með valinkunnum þátttakendum undir yfirskriftinni: Hvað getur þýska gert fyrir þig? Meðal þátttakenda voru Sólveig Arnarsdóttir leikkona, Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri
og Ingólfur Bjarni Sigfússon varafréttastjóri RÚV.

Nemendur MA áttu góða fulltrúa í hópi verðlaunahafa. Alexandra Embla Agnarsdóttir 3.A, Dísa Rún Jóhannsdóttir 3.A og Elise Marie Väljaots 2.U voru á meðal 20 efstu í Þýskuþraut og Alexandru Emblu býðst að taka þátt í ungmennabúðum Eurocamp í þrjár vikur í austurhluta Þýskalands í sumar.

Stuttmyndin Restaurant fékk önnur verðlaun í stuttmyndasamkeppninni. Hana gerðu  Erlingur Viðarsson, Kai Þórður Thorarensen, Snæbjörn Hersir Snæbjarnarson og Örn Dúi Kristjánsson í 3.TX ásamt Nebojsa Marijan í 3.U Þrjár bestu myndirnar voru sýndar við þetta tækifæri.

Hér má sjá Youtube útgáfu af mynd strákanna.