Snæþór Aðalsteinsson og Jón Már Héðinsson
Við skólaslit 17. júní hlutu margir nemendur verðlaun og viðurkenningar, fyrir framúskarandi námsárangur og fleira. Hér er yfirlit yfir það auk yfirlits um hæstu einkunnir í hverjum bekk á skólaárinu.
- Snæþór Aðalsteinsson frá Víkingavatni í Kelduhverfi varð dux scholae, hafði hæsta meðaleinkunn á stúdentsprófi 9,6 og hlaut gullugluna, heiðursmerki MA. Hann hlaut jafnframt verðlaun fyrir framúskarandi árangur í eðlisfræði, verðlaun frá íslenska efnafræðifélaginu fyrir efnafræði, verðlaun frá Gámaþjónustu Norðurlands fyrir vist- og umhverfisfræði og raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík, nýnemastyrk svo og niðurfellingu skólagjalda fyrstu önnina ef hann kýs að nema þar.
- Eir Andradóttir frá Akureyri varð næsthæst á stúdentsprófi með meðaleinkunnina 9,52. Hún hlaut verðlaun frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir árangur í líffræði og verðlaun fyrir árangur í stærðfræði.
- Arna Eir Gunnarsdóttir frá Vopnafirði fékk blómvönd fyrir að hafa ágætiseinkunn 9,08.
- Elfa Jónsdóttir fékk ágætiseinkunnina 9.06, en hún hlaut einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ensku, verðlaun frá þýska sendiráðinu fyrir árangur í þýsku, Íslenskuverðlaun MA og loks verðlaun úr Hjaltalínssjóði, sem veitt eru fyrir að skara framúr í hvoru tveggja íslensku og ensku.
- Aníta Lind Björnsdóttir frá Dalvík hlaut verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir árangur í dönsku.
- Astrid María Stefánsdóttir frá Ytri-Bægisá hlaut verðlaun úr Brynleifsjóði fyrir árangur í sögu.
- Eva Laufey Eggertsdóttir frá Akureyri hlaut verðlaun fyrir árangur í ensku.
- Fjölnir Brynjarsson frá Hólsgerði í Eyjafirði fékk viðurkenningu fyrir félagsstörf og formennsku í skólafélaginu Hugin.
- Guðrún Rut Guðmundsdóttir frá Akureyri hlaut verðlaun fyrir árangur í félagsfræði.
- Irma Ósk Jónsdóttir frá Akureyri reyndist vera áttaþúsundasti stúdentinn frá MA og hlaut að því tilefni blómvönd frá skólanum.
- Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson frá Dalvík fékk verðlaun fyrir árangur sinn í stærðfræði.
- Kamilla Dóra Jónsdóttir frá Akureyri lauk stúdentsprófi með flestum námseiningum, 301. Hún hlaut líka frönskuverðlaun frá franska sendiráðinu.
- Líney Rúnarsdóttir úr Fnjóskadal fékk verðlaun fyrir árangur í sálfræði og uppeldisfræði.
- Sigurbjörg Birta Berndsen frá Skagaströnd fékk verðlaun frá franska sendiráðinu fyrir árangur í frönsku. Hún hlaut líka verðlaun fyrir afar góðan árangur í spænsku.
- Stefán Ármann Hjaltason frá Akureyri hlaut verðlaun úr Þorsteinssjóði fyrir árangur í íþróttum og Stjörnu-Odda verðlaunin frá Vísindafélagi Norðlendinga.
- Swanhild Ylfa Katarína Roloff Leifsdóttir frá Bakkakoti 2 í Skagafirði hlaut viðurkenningu frá A4 fyrir óaðfinnanlega skólasókn og ástundun.
- Thelma Rós Kristjánsdóttir frá Seyðisfirði hlaut verðlaun úr Þórarinssjóði fyrir árangur í frönsku.
- Þorgerður Bettína Friðriksdóttir frá Hofi í Hjaltadal hlaut verðlaun úr Þorsteinssjóði fyrir árangur í íþróttum.
Hæstu einkunnir í bekkjum á skólaárinu:
- Í 1. bekk: Hugrún Ingólfsdóttir 1E og Helga María Guðmundsdóttir 1I, báðar með 9,6
- Í 2. bekk: Ragnheiður Pétursdóttir 2V, 9,6 og Urður Andradóttir 2T, 9,5
- Í 3. bekk: Erla Sigríður Sigurðardóttir 3X, 9,67
- Í 4. bekk: Eir Andradóttir 4U og Snæþór Aðalsteinsson 4U, bæði með 9,58