Kristín Kolka Bjarnadóttir semidux með fullt fang
Kristín Kolka Bjarnadóttir semidux með fullt fang

Við brautskráninguna þann 17. júni voru að vanda veitt verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í hinum ýmsu námsgreinum, auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir félagsstörf og ástundun.

  • Alda Karen Ólafsdóttir Hjaltalín, Akureyri, fékk gjöf frá skólanum fyrir trausta forystu og stjórn í félagsmálum.
  • Andri Oddur Steinarsson, Akureyri, hlaut verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði, líffræði og stærðfræði; verðlaun frá Íslenska efnafræðifélaginu fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði og raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík.
  • Andri Már Þórhallsson, Akureyri, fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði.
  • Anna Bára Unnarsdóttir, Hörgársveit, var verðlaunuð fyrir framúrskarandi árangur í fjölmiðlafræði.
  • Berglind Halla Kristjánsdóttir, Akureyri, fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ensku og ferðamálafræði og verðlaun frá Danska sendiráðinu.
  • Dísa Rún Jóhannsdóttir, Hrísey, hlaut verðlaun úr Þórarinssjóði fyrir framúrskarandi árangur í frönsku, verðlaun frá Þýska sendiráðinu og viðurkenningu frá Franska sendiráðinu.
  • Guðný Ósk Laxdal, Akureyri, var verðlaunuð fyrir framúrskarandi árangur í uppeldisfræði.
  • Guðrún Björg Egilsdóttir, Skagafirði, hlaut verðlaun úr Þorsteinssjóði fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum.
  • Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Svalbarðsströnd, hlaut Íslenskuverðlaun MA og verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði.
  • Heiðrún Dís Stefánsdóttir, Akureyri, fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í uppeldisfræði og verðlaun úr Þorsteinssjóði fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum.
  • Hlöðver Stefán Þorgeirsson, Húsavík, hlaut verðlaun úr Þorsteinssjóði fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum, verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði, Stjörnu Odda verðlaunin frá Vísindafélagi Norðlendinga fyrir framúrskarandi árangur í stjörnufræði og viðurkenningu frá Franska sendiráðinu. Hlöðver Stefán var Dux Scholae og hlaut heiðursmerki MA, gullugluna.
  • Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, Mývatnssveit, hlaut Íslenskuverðlaun MA, verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í heimspeki, verðlaun úr Brynjólfssjóði fyrir framúrskarandi árangur í sögu og viðurkenningu frá Franska sendiráðinu.
  • Kristín Kolka Bjarnadóttir, Hjaltadal, fékk verðlaun fyrir famúrskarandi árangur í félagsfræði og ensku, verðlaun úr Brynjólfssjóði fyrir framúrskarandi árangur í sögu og verðlaun úr Hjaltalínssjóði fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og ensku.
  • Zorana Kotaras, Akureyri, fékk viðurkenningu fyrir óaðfinnanlega skólasókn.


Að auki fengu blóm þau Dagur Þorgrímsson, Katrín Þöll Ingólfsdóttir og Sigurdís Sandra Tryggvadóttir fyrir söng og hljóðfæraleik við athöfnina, Telma Eiðsdóttir sem var afmælisbarn dagsins og Sandra Dögg Guðmundsdóttir fyrir allt sem hún kenndi starfsfólki MA á skólagöngu sinni.