- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntaskólinn á Akureyri státar af metnaðarfullum nemendum sem margir ná framúrskarandi árangri í námi og meðaleinkunn á stúdentsprófi var há.
Eftirtaldir nýstúdentar fengu verðlaun og viðurkenningar 17. júní 2021:
Dúx skólans er Trausti Lúkas Adamsson með meðaleinkunnina 9,57. Hann hlaut gulluglu í gjöf frá skólanum. Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði og stærðfræði frá A4, Kjarnafæði, Norðurorku, Höldi, Eðlisfræðifélagi Íslands og Íslenska stærðfræðifélaginu.
Semidúx er Margrét Unnur Ólafsdóttir með 9,44. Hún fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í félagsfræði, sálfræði og íslensku. Hún fékk einnig Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi og fær niðurfelld skólagjöld fyrstu önnina kjósi hún að hefja nám í Háskóla Íslands.
Amalía Nanna Júlíusdóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í heimspeki.
Andrea Sól Ármannsdóttir fékk gjöf frá franska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í frönsku. Andrea brautskráist með ágætiseinkunn.
Arna Sirrý Erlingsdóttir fékk gjöf frá franska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í frönsku.
Bryndís Arnarsdóttir fékk viðurkenningu frá fyrir óaðfinnanlega skólasókn.
Eymundur Ás Þórarinsson fékk viðurkenningu úr Brynleifssjóði fyrir framúrskarandi árangur í sögu
Inga Sara Eiríksdóttir fékk gjöf frá Efnafræðifélaginu fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði og líffræði ásamt því að hljóta Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hún fær skólagjöld niðurfelld fyrstu önnina kjósi hún að hefja nám við HR. Inga Sara brautskráðist með ágætiseinkunnina.
Ína Mist Heiðarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í félagsfræði og einnig verðlaun úr Brynleifssjóði fyrir framúrskarandi árangur í sögu.
Ína Soffía Hólmgrímsdóttir var forseti skólafélagsins í vetur og fékk gjöf frá skólanum fyrir trausta forystu og stjórn í félagsmálum
María Arnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði, gjöf frá danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, gjöf frá Efnafræðifélagi Íslands fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði, og í stærðfræði frá Íslenska stærðfræðifélaginu. María brautskráðist með ágætiseinkunn.
Marta Bríet Aðalsteinsdóttir fékk viðurkenningu frá Landlæknisembættinu fyrir framúrskarandi árangur í heilsulæsi, þar sem hún stundaði heilsuáfangana af samviskusemi og var hvetjandi og sýndi gott fordæmi.
Ólafur Tryggvason fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í heimspeki.
Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir fékk viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði ásamt verðlaunum frá Stjörnu-Odda félaginu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Hún brautskráðist með ágætiseinkunn.
Sóley Anna Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í ensku og íslensku og gjöf frá Þýska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í þýsku. Hún brautskráðist með ágætiseinkunn.
Sóley Karlsdóttir fékk viðurkenningu úr Hjaltalínssjóði fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og ensku, og gjöf frá Terra fyrir framúrskarandi árangur í líffræði. Sóley brautskráðist með ágætiseinkunn.
Sveinn Áki Árnason fékk viðurkenningu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir óaðfinnanlega skólasókn.
Örvar Ernir Elvarsson fékk viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði ásamt verðlaunum frá Stjörnu-Odda félaginu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Örvar fékk viðurkenningu frá Landlæknisembættinu fyrir árangur í Heilsulæsi, þar sem hann stundaði heilsuáfanga af samviskusemi og sýndi gott fordæmi. Hann fékk einnig viðurkenningu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir óaðfinnanlega skólasókn en hann vantaði ekki í eina einustu kennslustund öll árin þrjú og kom aldrei of seint. Örvar brautskráist með ágætiseinkunn.