- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag, á Degi íslenskrar tungu, fengu þrjár ungar skáldkonur úr MA verðlaun fyrir skáldskap sinn í ritlistakeppni Ungskálda. Allar skrifuðu þær smásögur. Sigrún Freygerður Finnsdóttir fékk þriðju verðlaun fyrir sögu sína Svartnætti, Ágústa Arnþórsdóttir hlaut annað sætið fyrir söguna Frestunarárátta og Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir er ungskáld Akureyrar 2024 en hennar saga heitir Stök. Allar sögurnar má lesa á heimasíðu Akureyrarbæjar, hér.
Ritlistakeppni ungskálda er fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára og er keppnin haldin í nóvember á ári hverju. Markmiðið er fyrst og fremst að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki. Textar sem sendir eru inn í keppnina þurfa að vera á íslensku og vera frumsamið hugverk. Samhliða keppninni er boðið upp á kaffihúsakvöld ungskálda sem og námskeið í skapandi skrifum undir handleiðslu rithöfunda úr ýmsum áttum. Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu
Við óskum stúlkunum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim á ritvelli framtíðarinnar!