- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag er Evrópski tungumáladagurinn og var kallað á Sal af þeim sökum. Sýnd voru nokkur myndbönd úr samkeppni í tilefni dagsins.
Í upphafi gerði Örn Þór Emilsson grein fyrir deginum og tilgangi hans og bauð fólk velkomið. Því næst voru sýnd nokkur myndbönd sem nemendur sendu inn í myndbanda-(sketch-a) keppnina þar sem þemað var "Lost in (Google) Translation".
Veitt voru verðlaun fyrir bestu myndböndin. Vinningsmyndbandið átti 3. bekkur A og fjallaði um vandræði spænskumælandi konu í banka. Bekkurinn sendi inn annað myndband og var eini bekkurinn sem sendi inn fleiri en eitt band. Í verðlaun fékk bekkurinn pizzaveislu á Greifanum og Hot Yoga eða spinningtíma á Bjargi hjá Hóffu íþróttakennara ásamt dekurstund í pottinum.
4. bekkur C fékk sem viðurkenningu fyrir sitt myndband myndarlega matarkörfu í boði Bakarísins við brúna og Nettó með góðgæti frá ýmsum Evrópulöndum. Þá fékk 2. bekkur U ís í Brynju fyrir allan bekkinn að launum fyrir sitt myndband.
Þessi fjögur myndbönd voru sýnd í Kvosinni við góðar undirtektir.
Tungumálakennarar þakka nemendum fyrir þátttökuna.