- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Viðarstaukur 2021 var haldinn 11. nóvember. Viðarstaukur er tónlistarkeppni eða hátíð sem TóMA (tónlistarfélag MA) stendur fyrir og hefur verið haldin nánast árlega frá 1983. Það var góð og notaleg stemning í Kvosinni í gærkvöldi og ljóst að margt hæfileikaríkt tónlistarfólk er í skólanum.
Í 4. - 5. sæti voru Hervör Frigg Hjörvarsdóttir 2A sem spilaði á trommur og María Björg Sigurðardóttir 1FL sem spilaði á þverflautu
Í 3. sæti var Arna Rún Arnarsdóttir 3A sem söng með húsbandi skólans
Í 2. sæti var Birta Karen Axelsdóttir 3U sem söng
Í 1. sæti var hljómsveit bekkjarsystkina úr 2A en hana skipuðu Hrefna Logadóttir (söngur), Óskar Máni Davíðsson (bassi), Matiss Leo Meckl (trommur og Þorsteinn Jakob Klemenzson (gítar).
Kynnar voru Birgir Orri Ásgrímsson 2A og Sölvi Jónsson 2X, og þeir brustu reyndar í söng líka.