- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Höskuldur Logi Hannesson og Andri Þór Stefánsson í 3VX tóku í dag við viðurkenningarskjölum og bókaverðlaunum fyrir þátttöku sína og árangur í Þýskuþraut 2018.
Keppnin er haldin árlega í framhaldsskólum landsins. Í ár tóku 97 nemendur þátt. Höskuldur Logi lenti í 11.-12. sæti og Andri Þór í 22. sæti sem er mjög góður árangur.
Höskuldi Loga er boðið að dvelja í mánuð í sumar í Þýskalandi sér að kostnaðarlausu þar sem hann tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá og sækir m.a. skóla, býr hjá þýskri fjölskyldu um tíma og ferðast um landið með öðrum verðlaunahöfum víðs vegar að.
Við óskum strákunum innilega til hamingju.