- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Frú Vigdís Finnbogadóttir mun heimsækja Menntaskólann á Akureyri á morgun, miðvikudag, í tilefni af evrópska tungumáladeginum, sem var 26. september. Vigdís mun spjalla við nemendur skólans í Kvosinni um gildi þess að læra tungumál og mikilvægi tungumálakunnáttu í samskiptum þjóðanna. Að því loknu mun hún eiga fund með tungumálakennurum. Þá munu hún og Auður Hauksdóttir forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, heimsækja nemendur á ferðamálakjörsviði og ræða við þá meðal annars um alþjóðlega tungumálamiðstöð, sem nú er verið að vinna að því að koma á fót.
Frú Vigdís mun í Akureyrarheimsókn sinni einnig spjalla við nemendur og starfsfólk Háskólans á Akureyri á hátíðarsal skólans og sitja síðan hádegisverð í boði Háskólans í Menningarhúsinu Hofi.