Bastillutorgið í París
Bastillutorgið í París

Félag frönskukennara á Íslandi efnir á næstu dögum til myndbandasamkeppni meðal frönskunemenda í framhaldsskólum. Verðlaun fyrir besta myndbandið eru 10 daga dvöl í Frakklandi. Þessi keppni er í tilefni af viku franskrar tungu.

Hver keppandi útbýr myndband út frá þemanu “Mannréttindi”. Lengd myndbandsins má ekki vera meiri en 4 mínútur. Nemandinn skrifar einnig texta þar sem hann útskýrir nálgun sína að þemanu. Keppendurnir mega falast eftir aðstoð, t.d. hjá vinum, við gerð myndbandsins en aðstoðarmenn fá ekki verðlaun því þetta er einstaklingskeppni. Kennarar safna saman myndböndum í skólum sínum og koma þeim til dómnefndar fyrir 10. mars. Þann 24. mars verður uppskeruhátíð í Borgarbókasafninu Reykjavík þar sem myndböndin verða sýnd og tilkynnt um sigurvegara.

Takið endilega þátt í þessari keppni og fáið nánari upplýsingar um verkefnið og fyrirkomulagið hjá frönskukennurum ykkar.