Vilhjálmur Bergmann Bragason
Vilhjálmur Bergmann Bragason

Það blæs vel í seglin hjá enskukennurum skólans. Í dag fékk Vilhjálmur Bergmann Bragason rithöfundur styrk til útgáfu nýs leikrits síns. Vilhjálmur er stúdent frá MA 2008, lærði ensku við Háskóla Íslands og lauk nýverið námi í leikritun við Royal Academy of Dramatic Arts í Lundúnum. Hann hefur í vetur verið enskukennari í forföllum.

Í dag hlaut Vilhjálmur nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta til að gefa út leikrit sitt Afhendingu, en þetta er reyndar í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur. Afhending hlýtur ákaflega jákvæða umsögn dómenda, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Vilhjálmi fyrrum formanni stjórnar skólafélgsins Hugins eru færðar árnaðaróskir með þennan árangur, sem meðal annars tryggir að verk hans, Afhending, verður sýnt á sviði.

Afhending