Á vef mbl.is og í Morgunblaðinu í dag er frétt undir fyrirsögninni „MA ætlar að breyta skólaárinu“. Fyrirsögnin er nokkuð villandi og á betur við ársgamla frétt um sama efni.

Blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við skólameistara í gær og spurði um málið vegna þess að frést hafði að það yrði tekið  fyrir á ríkisstjórnarfundi 15. nóvember. Hann sagði blaðamanni að ekkert væri af þessu máli að frétta, engin niðurstaða hefði verið birt um fund ríkisstjórnar og ekkert væri hægt um þetta að segja fyrr en að því kæmi.

Hið rétta í fréttinni, eins og hún birtist í prentútgáfu Morgunblaðsins, er að ekki hafi fengist svör frá menntamálaráðuneytinu um fjárheimild til breytinganna. Fáist hún mun skólaárinu verða breytt og skóli hefjast um mánaðamót ágúst-september.