Í Innu hefur nú um nokkuð skeið verið í boði að stilla hvaða fornöfn hver notar og eru átta valmöguleikar í boði. Því miður er hins vegar eingöngu hægt að velja eitt fornafn. 

Þetta er gert með því að smella á litlu örina við hlið myndarinnar af ykkur og fara þar í stillingar. Þar inni er svo hægt að smella á „Breyta persónuupplýsingum“ og þar undir er reiturinn „Persónufornafn".

Þegar búið er að stilla þetta birtast persónufornöfn nemenda t.d. á viðverulista kennara.