- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Síðasta vika í MA var leynivinavika starfsmanna. Smágjafir og glaðningur barst í skilahólf eða á borð starfsmanna og allt mjög leynilegt. Í gær var svo hist á kennarastofunni og upp ljóstrað hver var leynivinur hvers, en vegna þess að ekki eru allir við störf alla daga voru enn einhverjir óvissir um vini sína þegar starfi lauk á föstudag.
Glaðningurinn sem barst meðal manna var með ýmsu móti, krúsir, krukkur, brauð og sultutau, tannstönglar og öl eða föndurhlutir af fjölbreytilegu tagi. Mesta athygli vakti þó í gær þegar Magni Ásgeirsson britist með gítarinn sinn inni á bókasafni og tók að syngja fyrir Ragnheiði Sigurðardóttur bókavörð. Þetta var að undirlagi leynivinar hennar og kom hvort tveggja á óvart og var einkar ánægjulegt. Rétt er að taka fram að leynivinurinn var ekki Eyrún Huld, eiginkona Magna, en hún er kennari við MA, þessa dagana að ljúka barneignaleyfi.