Kennt var til hádegis í dag, en þá fóru kennarar allir til vinnufundar í Sveinbjarnargerði. Þar var rætt um hugsanlegar breytingar á námi og kennslu í skólanum með nýjum lögum um framhaldsskóla og nýrri námskrá. Unnið var í hópum og fjallað um námsbrautir og fyrirkomulag þeirra, inntak stúdentsprófs, samvinnu kennara og námsgreina og almennt um skólaskipan í Menntaskólanum á Akureyri í framtíðinni. Umræðum lauk um miðjan dag og var komið heim á ný um klukkan 5.

.