Nýnemablaðið Völvan afhent
Nýnemablaðið Völvan afhent

Muninn, skólablað Menntaskólans á Akureyri, hefur að jafnaði komið út einu sinni á önn undanfarin ár. Þetta óvenjulega haust, þegar nýnemamóttaka hefur verið óhefðbundin og minni en venjulega, var brugðið á það ráð að gefa út sérstakt nýnemablað með ýmsum hagnýtum og minna hagnýtum upplýsingum fyrir nemendur. Blaðið fékk heitið Völvan. Ritstjórn Munins afhenti 1. bekkingum blaðið í dag á Skólatorgi og ekki annað að sjá en að þeir fögnuðu því.