- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í náttúrulæsihluta Íslandsáfangans í 1. bekk fóru í náms- og kynnisferð í Mývatnssveit á miðvikudag, 15. maí. Í ár var farið nokkru seinna en venja er, en þótt komið sé sumar samkvæmt almanakinu voru þess lítil merki við Mývatn. Snjór er enn víða mikill í byggð og gróður jarðar vart tekinn að láta á sér kræla þar sem þó hefur tekið upp. Nemendur höfðu talsvert gagn og gaman af ferðinni þrátt fyrir að kalt væri í veðri. Það var nánast logn og nokkurn veginn úrkomulaust, en birtu og liti sveitarinnar skorti mjög, eins og sjá má á myndum.