- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fimmtudaginn 16. apríl verður efnt til Vorhlaups VMA og MA og verður lagt af stað frá Hofi klukkan 17.30 og komið þangað í mark á ný.
Boðið er upp á tvær hlaupalengdir, 5 km og 10 km og verður keppt í þremur flokkum:
Hlaupið verður á viðurkenndum og mældum brautum Akureyrarhlaups og UFA og því er hlaupið gilt fyrir afrekaskrá. Yfirdómari verður hinn kunni frjálsíþróttaþjálfari Gísli Sigurðsson.
Hér í MA geta nemendur og starfsfólk skráð sig í Afgreiðslu skólans í anddyrinu á Hólum gegn greiðslu hlaupagjalds. Einnig er hægt að skrá sig á hlaup.is. Gjald fyrir nemendur framhaldsskóla og grunnskóla er 500 krónur en í opnum flokki greiðast 1500 krónur.
Grípið tækifærið - verið með - takið þátt!