Reglulegum haustannarprófum er lokið. Sjúkrapróf eru á morgun, miðvikudag og á fimmtudag, en skólastarf á nýrri önn hefst miðvikudaginn 28. janúar.

Að morgni 28. janúar eiga nemendur 1. og 2. bekkjar að koma í skólann klukkan 9.00. Nemendur 3. og 4. bekkjar koma klukkan 9.30. Nemendur fá stundaskrár og hitta umsjónarkennara sína. Brautarstjórar og skrifstofustjóri verða til taks á skrifstofum sínum og sinna málum þeirra sem þurfa að láta lagfæra stundaskrár. Regluleg kennsla samkvæmt nýju stundaskránum hefst svo fimmtudaginn 29. janúar.

Sumir kennarar munu hafa prófsýningar á miðvikudagsmorgun. Auglýsingar um það munu birtast á töflu í anddyri skólans. Aðrir munu sýna próf í fyrstu kennslustundum annarinnar.

Kennarar og starfsfólk hefja vorönnina fyrr. Þorrastefna verður í Kvosinni á þriðjudagsmorguninn, 27. janúar, og hefst klukkan 9.00. Kennarafundur er síðan eftir hádegi á miðvikudag.

.