151110 - Guðjón
151110 - Guðjón

Haustannarprófum er lokið og sjúkrapróf nær öll að baki. Nemendur eru margir á bak og burt enda hafa þeir fáeina daga til að búa sig undir nýja önn. Kennsla hefst á ný 1. febrúar.

Kennarar eru í óðaönn að ljúka við að fara yfir síðustu próf, aðrir eru á námskeiðum, undirbúningsfundum fyrir nýja önn, að ganga frá kennsluáætlunum og þannig mætti lengi telja. Á miðvikudag er til dæmis vinnudagur allra kennara í Íslandsáfanganum og á fimmtudag er Þorrastefna, eins konar námsstefna allra starfsmanna skólans, þar sem að þessu sinni verður meðal annars fjallað um vinnuaðstöðu og vinnuvistfræði. Þar munu sjúkraþjálfarar frá Eflingu verða til leiðsagnar.

Mánudaginn 31. janúar verður kennarafundur að morgni en klukkan 14.15 til 15.30 er prófsýningatími. Kennarar auglýsa á töflu í anddyri Hóla hvar og hvenær þeir sýna próf. Sumir kennarar sem halda áfram með bekki, sem þeir kenndu á haustönn, munu sýna próf í fyrstu kennslustund vorannar.

Nemendur fá einkunnir sínar á INNU og eftir því sem einkunnauppgjöri bekkja lýkur þar verða stundatöflur þeirra sýnilegar líka. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8.15 þriðjudaginn 1. febrúar.

.