Í fyrsta bekk F í morgun
Í fyrsta bekk F í morgun

Í dag er fyrsti skóladagur á vorönn. Nemendur 1. bekkjar byrjuðu önnina á því að hitta umsjónarkennara sína og síðan sýndu kennarar prófúrlausnir.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, föstudag, og þar með er kominn febrúarmánuður. Hann verður víðburðaríkur, hefðbundnu skólastarfi til viðbótar. Nemendur keppa í Gettu betur í Sjónvarpinu 8. febrúar, en það er dagur stærðfræðinnar. Síðar í mánuðinum eru bæði efnafræði- og eðlisfræðikeppni svo og þýskuþraut auk ýmissa kynninga, meðal annars fyrir þá sem vilja skoða hraðlínuna, sem er ætluð nemendum sem vilja stytta sér leið til stúdentsprófs.