- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í fyrirtækjafanga í MA kynntu fyrirtæki sín og framleiðsluvörur á laugardaginn á Glerártorgi ásamt nemendum í samskonar áfanga í VMA. Grunnhugmyndin að baki þessum áfanga, sem unninn er í samstarfi skólanna við Unga fraumkvöðla, er að efla skilning nemenda á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri og mikilvægi frumkvöðlastarfsemi. Alls kynntu átta hópar fyrirtækin sín, þar af fimm úr MA. Framleiðsluvörur fyrirtækjanna eru margvíslegar og sem dæmi má nefna borðspil, rafræna matreiðslubók, tískuboli, bolta fyrir go pro upptökuvél og listaverk úr íslenskri ull.
Fyrirtækjakynningin heppnaðist afar vel og ekki er ólíklegt að einhverjir þátttakenda eigi eftir að leggja frumkvöðlastarf og fyrirtækjarekstur fyrir sig í framtíðinni, slíkir voru taktarnir.
Hér eru ljósmyndir frá Hilmari Friðjónssyni kennara í VMA sem gaf leyfi til að birta þær.