Síðasta vetrardag lögðu nemendur í áfanganum Útivist með jarðfræðiívafi af stað yfir Vaðlaheiðina ásamt kennurum (Þórhildi, Dúnnu og Hóffu). Tveggja tíma seinkun var á brottför vegna snjókomu og lélegs skyggnis.

Klukkan 18:00 lagði hópurinn af stað frá Króksstöðum og fór yfir Bílddárskarðið að Illugastöðum í Fnjóskadal. Gott veður var á leiðinni en mikill snjór svo hópurinn gekk á þrúgum. Þegar að Illugastöðum kom beið Inga Magg eftir hópnum með heita kjúklingasúpu.

Þetta var virkilega skemmtileg ferð með alveg frábærum hóp.

Myndir af Facebooksíðu hópsins.

b

b

b