- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Hópur vaskra ungra manna ýtti fólksbíl frá MA, Eyjafjarðarhringinn fram að Hrafnagili, yfir brúna upp að Laugalandi og áfram norður til Akureyrar, upp Gilið og að Gamla skóla.
Hér vou á ferðinni drengir í samtökunum DENCHMA, en þeir stóðu með þessu við áheit sem tengist góðgerðaviku MA, þar sem safnað er peningum til styrktar starfsemi geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri í þágu ungs fólks sem á við gerðrænan vanda að stríða.
Strákarnir voru um það bil fjóra tíma á leiðinni, sögðu að erfiðast hefði verið að fara upp löngu brekkuna við Laugaland, annars hefði þetta gengið bara vel. Upp Gilið hefði ekki verið mjög erfitt að fara, enda hefðu þeir þá verið flestir. Það var ekki meira dregið af þeim en svo að þeir tóku bílinn og lyftu honum upp við lokamarkið hjá Gamla skóla. Fréttamenn frá RÚV og Morgunblðaðinu fylgdust með þessu.
Söfnunin í góðgerðaskyni gengur vel og núna skömmu eftir hádegi föstudagsins var upphæðin komin í 700.000 krónur. Takmarkið er að safna að lágmarki einni milljón króna. Ýmsir eiga eftir að leysa þrautir sínar en Gunnar Ingi Sverrisson gekk um allan skólann í dag með bundið fyrir augun, og Birna Eyfjörð skreið á hnjánum um skólahúsin allan daginn, svo eitthvað sé talið.
Fólk er hvatt til að leggja söfnuninni lið til að létta ungu fólki í geðvanda lífið. Leggja má framlag inn á bankareikning söfnunarinnar, kennitalan er 470997 2229 og reikningsníumerið er 0162 - 05 - 261530.