- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag var upplýst hver bekkjanna þriggja sem kepptu um að fara í kynnisferð til Grænlands tækju þátt í samskiptaverkefni MA og Menntaskólans í Nuuk síðar í mánuðinum.
Dómnefndin í keppninni, Ragnar Axelsson ljósmyndari, Þórhildur Ólafsdóttir fréttamaður og Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari, tók sér nokkra daga til að fara yfir verkefnin og kynningarnar og það var ærið verk. Í umsögnum dómnefndar segir meðal annars:
Öll verkefnin eru vel unnin, hvert með sínu sniði. Mikil vinna hefur verið lögð í heimildaöflun og úrvinnslu þeirra en framsetningin er með talsvert ólíku móti. Vefsíðuverkefni 3. bekkjar T með myndabókinni er bjart og fallegt, það er nútímalegast og með miklum upplýsingum. Skýrslan frá 3. bekk U er einna yfirgripsmesta verkefnið - góð lesning og vel utan um hana haldið. Verkefni 3. bekkjar Y er líka afskaplega umfangsmikið og þar hefur verið safnað miklum upplýsingum. Framsetningin á verkefninu var mjög fjölbreytileg og þar eru notaðar margar og ólíkar leiðir til að fanga athygli áhorfandans, þetta var allt í senn eins og útvarpsþáttur, sjónvarpsþáttur, ritgerð með heimildum, minjasafnssýning, tónleikar, fyrirlestur, kynning, líkan af löndunum og myndband.
Dómnenfndin var á einum máli um að synd væri að geta ekki sent alla bekkina í Grænlandsferð, þess vegna var valið erfitt en á endanum var niðurstaða nefndarinnar að 3. bekkur Y væri fremstur meðal jafningja.
Vefsíða 3. bekkjar T
Myndband sem var einn þátturinn í verkefni 3. bekkjar Y
Grænland í íslenskri smásjá, rit 3. bekkjar U