Ásgerður Ólöf í Lundúnum
Ásgerður Ólöf í Lundúnum

Vikuna 12. - 17. maí tók Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir þátt í alþjóðlegri ræðukeppni í London, og var þar fulltrúi íslenskra framhaldsskólanema, en í nóvember var hún hlutskörpust í enskri ræðukeppni hérlendis, eins og fram kom í frétt hér.

Meðan á keppninni stóð bauðst Ásgerði að skoða Lundúnaborg í skipulögðum skoðunarferðum, fá þjálfun í ræðu- og leiklist auk þess sem hún sótti menningarviðburði.

Ásgerður atti kappi við keppendur frá 50 löndum og var sér og skólanum til sóma. Að lokum fór svo að keppandinn frá Suður-Kóreu bar sigur úr býtum. Á heimasíðu keppninnar kemur fram að tilgangur hennar sé ekki síst að styrkja tengsl ungs fólks af ólíkum uppruna og gefa því tækifæri til að bindast vináttuböndum.