Ráðstefna- að vísu gömul mynd :)
Ráðstefna- að vísu gömul mynd :)

Félagsfræðimessa verður í stofu G 15 í Menntaskólanum á Akureyri (Gamla skóla) frá klukkan 14 - 17 miðvikudaginn 8. maí. Nemendum, kennurum og örðum gestum er frjálst að líta inn og fylgjast með nemendum flytja verkefnin sín.

Á messunni kynna nemendur í FÉL403 fjölbreytt verkefni, sem þeir hafa unnið að og undirbúið að undanförnu. Alls eru þetta níu hópar, eins og sést hér fyrir neðan, en nánari útlistun á verkefnunum má lesa hér.

Þessi áfangi er kallaður aðferðafræði og í honum er unnin lítil rannsókn og skýrsla í framhaldinu.  Það verða tvö stutt veitingahlé í dagskránni en gestum einnig velkomið að gæða sér á veitingum þegar og ef þeir yfirgefa kynningarnar.

Dagskráin er eftirfarandi:

14:00 Væntingar grunnskólanema um framhaldsskóla
14:15 Kynin og nám tengt umönnunarstörfum
-   HLÉ
14:45 Tóbaksnotkun
15:00 Heiðarleiki og nethegðun
15:15 Faceboock og pot
-   HLÉ
15:45 Kynfræðsla og kynhegðun
16:00 Landbúnaður - hvað er nú það?
16:15 Vöðvafíkn
16:30 Sjónvarp og líkamsmynd